Siggi segir

Wednesday, August 31, 2005

Tannliður

Var hjá tannlækni áðan. Tannlækningar og tannlæknar eru víðáttufyndin fyrirbæri. Ég hef svo sem viðrað þessa skoðun áður á örðrum vettvangi en læt hana flakka hér samt. Mér finnst alveg hreint sérlega smellið, að nú á tímum hinnar allsráðandi tækni skuli tannlækningar ennþá vera stundaðar með tinnusteins verkfærum. (Allt að því allavega). Fólk fer í allskonar aðgerðir, sem áður fyrr kostuðu mánaða sjúkrahússlegu og skildu eftir sig feikna ör, en núna koma menn út samdægurs með lítinn nettan plástur yfir 2cm skurði. Tannlæknirinn hins vegar mætir til leiks með olíubor og krókstjaka.
Mér er skemmt.
Fyrir hönd manneldisráðs Ísafjarðar
Siggi

Monday, August 15, 2005

Dauður maður nálgast.


Ég horfði á myndina "Dead Man Walking" rétt áðan og hún ýtti svo við mér að ég gat ekki orða bundist.

Dead Man Walking.
Er ég vakna að morgni, ég veit ég mun deyja.
Enginn er hjá mér, að hlusta á mig
svo mér er hollara að þegja.

Ég les gamlar bækur en finn engin svör
Þú sérð það ekki utan á mér,
en hið innra ber ég ör.

Ég veit að vonin sem þú áttir, hún brást.
Ég hef aldrei verið góður maður,
þrátt fyrir þín ást.

Hatur og ofsi hafa markað mína slóð.
Ég hef sært og ég hef drepið,
hendur mínar flekkar blóð.

Nú er dauðinn nálgast, hægt , svo hægt
ég kvíði engu, en vona að dauði minn
fái hatrið lægt.

Loks er hún komin, mín hinsta stund.
Ég kveð rólegur, því nú kem ég,
Guð minn á þinn fund.

Thursday, August 11, 2005

Úr afkimum örvæntingarfullrar sálar.

Í þjóðfélagi nútímans eru allmargir sem þjást ýmist af örvæntingu eða geðveiki, nú eða bara hvorutveggja. Menn fyllast örvæntingu vegna óttans um að verða geðveikir og verða geðveikir í örvæntingarfullum tilraunum til að forðast það að sýnast örvæntingarfullir. Út á við virðist sem að allir hafi áhyggjur af öllum öðrum en sjálfum sér en undir niðri ólga áður nefnd fyrirbæri.

Sjálfur held ég í örvæntingu í vonina um að ég sé geðveikur.

Lifið heil

Siggi