Tannliður
Var hjá tannlækni áðan. Tannlækningar og tannlæknar eru víðáttufyndin fyrirbæri. Ég hef svo sem viðrað þessa skoðun áður á örðrum vettvangi en læt hana flakka hér samt. Mér finnst alveg hreint sérlega smellið, að nú á tímum hinnar allsráðandi tækni skuli tannlækningar ennþá vera stundaðar með tinnusteins verkfærum. (Allt að því allavega). Fólk fer í allskonar aðgerðir, sem áður fyrr kostuðu mánaða sjúkrahússlegu og skildu eftir sig feikna ör, en núna koma menn út samdægurs með lítinn nettan plástur yfir 2cm skurði. Tannlæknirinn hins vegar mætir til leiks með olíubor og krókstjaka. Mér er skemmt. Fyrir hönd manneldisráðs Ísafjarðar Siggi |
2 Comments:
þú ert ágætur Siggi minn...
Tannlæknar eru verstu mannverur í heimi..
Klukk
Post a Comment
<< Home