Siggi segir

Monday, June 06, 2005

Gott að hafa boltann maður!

Fór á knattspyrnuleik á laugardag. Alheimsskandall að við skildum ekki skella Ungverjum. Nenni svo sem ekki að fjölyrða um þennan leik. Vafalaust margir aðrir búnir að útmála allt það sem fram fór. Ég ætla þó að útnefna mann leiksins en hann sat hægra megin við mig í næstu röð fyrir neðan, nokkrum sætum frá. Maður þessi var augljóslega mikill áhugamaður um knattspyrnu og ákafur stuðningsmaður íslenska landsliðsins. Í hvert skipti sem ungverjar komust nálægt boltanum æpti þessi blessaði maður ,,Taka svo af honum/þeim boltann. Ákveðnir Íslendingar!" Ég held satt að segja að það eina sem hann vissi um fótbolta hafi verið að það er ekki verra að hafa boltann öðru hvoru. Þessi náungi var náttulega bara snilld.

Ég fer svo aftur á völlinn á miðvikudag og hlakka bara nokkuð til þess.

Annars er ég bara á fullu að mála og standsetja húsið mitt, ef einhvern langar að koma og hjálpa mér þá er bara að hafa samband.


Wednesday, June 01, 2005

Fever; what a lovely way to burn...

Það er talið að mér sé heitt. Alveg er það með eindæmum undarlegt hvað mér verður alltaf skelfilega heitt um leið og það sést aðeins til sólar. Ég er reyndar vel einangraður, að innann með speki og utan með feldi en samt... Ég gekk meira að segja svo langt að raka mig alveg inn að kinnum og höku í von um ofurlítinn svala en allt kom fyrir ekki. Á hinn bóginn má geta þess að ég er orðinn svo brúnn að ég er allt að því sætur...
Í hitakófi
Siggi