Wednesday, October 25, 2006

Nauðganir

Í kjölfar þriggja hrottalegra nauðganna í Reykjavík, hefur verið mikil umræða um slíka glæpi í fjölmiðlum. Vitaskuld eru allir sammála um að hér er um að ræða hræðilegan glæp og menn sem slíkt gera, eigi sér öngvar málsbætur. Í dag heyrði ég viðtal á Bylgjunni við mann sem er meðlimur í karladeild feministafélagsins. Hann var ómyrkur í máli og sagði að víða væri pottur brotinn í því hvernig brugðist er við nauðgunum og sagði m.a. að við værum oft mjög fljót til að reyna að finna gerandanum einhverjar málsbætur. Þarna er ég honum hjartanlega sammála, hversu oft hefur maður ekki heyrt: hvað var hún að gera þarna, af hverju kom hún sér í þessar aðstæður, osfrv. Þessu þarf að breyta.
Ennfremur sagði þessi ágæti maður, sem ég bara man ekki nafnið á og biðst velvirðingar á því, að nauðganir væru alvöru mál bæri ekki að tala um þær í hálfkæringi. Þetta má vel til sanns vegar færa, þó að persónulega sé ég þeirri ónáttúru gjæddur að hafa nánast hvað sem er í flimtingum þegar sá gállin er á mér.

Hins vegar vil ég nú enda þennann pistil minn á eftir farandi ráðleggingu og er mér ekki hlátur í hug þegar ég rita þessi orð. Ég vil ráðleggja öllum þeim sem nauðga konum að fremja tafarlaust sjálfsvíg. Væri það hið mesta þjóðþrifaverk. Ég veit að ég tala hér óvarlega en mér er fullkomin alvara með þessu. Þetta er mín skoðun og ég er tilbúinn að verja hana hvenar sem er.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home