Friday, September 08, 2006

Húðflúraður á skólabekk

Það er gjörsamlega allt að gerast hjá mér þessa dagana. Ég fór fyrir tæpri viku og fékk mér þriðja tattooið. Bara gaman að því. Svo hófst fyrri staðlota í KHI á mánudaginn og þar með gerðist ég formlega háskólanemi. Ég hef sem sagt farið á fætur rétt fyrir sjö alla þessa viku til að komast til höfuðborgar mannanna á tilsettum tíma. Þetta er ekki gott ef maður er nátthrafn eins og ég. Þar af leiðandi hef ég neyðst til að drekka ótrúlegt magn af orkudrykkjum og verð væntanlega mígandi á hálftíma fresti fram að jólum. Annars er þetta búið að vera ótrúlega skemmtileg vika í skóla og ég man ekki eftir því að hafa upplifað annað eins. (Þ.e. þegar ég hef mætti í tíma, oft hef ég skemmt mér í skólanum utan kennslustundanna og þá sérstaklega í námsráðgjafahorninu...)

Fleira er ekki að frétta af mér, alla vega nenni ég ekki að skrifa um það... eða jú reyndar. Ég borðaði sviðakjamma í hádeginu í dag. Helvíti gott

Sigurður Heiðarr
Námsmaður

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hvernig tattú?

Gangi þér vel í skólanum :-)

Saturday, 09 September, 2006  
Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Námsráðgjafahornið fræga þar sem Kári kennari svaf langtímum saman, síþreyttur maðurinn.

Thursday, 14 September, 2006  

Post a Comment

<< Home