Siggi segir

Sunday, November 20, 2005

Fákurinn beislaður

Ég hefi ákveðið, þar sem ég hef aðeins mjög sjaldan eitthvað gáfulegt fram að færa, að birta stundum ljóð eftir sjálfan mig hér. Bara svona til að sýna einhvern lit.

Nýr dagur
Ég er á mörkum alls og einskis,
lífs og dauða.
Ég stari köldum augum í djúpið,
tóma og auða.
Ég er ómerkur fallinn í val
forfeðra minna.
Ég leita í sálu minni að svari sem er
hvergi að finna.
Í blóði mínu brennur skömmin
óttinn við fallið.
Ég öskra á hjálp, í von um að enginn
heyri kallið.
Mín tár, mín beiskja, mín svarta synd,
skulu falin.
Uns hjarta mitt, sál mín og sorg
falla í valinn.