Monday, August 15, 2005

Dauður maður nálgast.


Ég horfði á myndina "Dead Man Walking" rétt áðan og hún ýtti svo við mér að ég gat ekki orða bundist.

Dead Man Walking.
Er ég vakna að morgni, ég veit ég mun deyja.
Enginn er hjá mér, að hlusta á mig
svo mér er hollara að þegja.

Ég les gamlar bækur en finn engin svör
Þú sérð það ekki utan á mér,
en hið innra ber ég ör.

Ég veit að vonin sem þú áttir, hún brást.
Ég hef aldrei verið góður maður,
þrátt fyrir þín ást.

Hatur og ofsi hafa markað mína slóð.
Ég hef sært og ég hef drepið,
hendur mínar flekkar blóð.

Nú er dauðinn nálgast, hægt , svo hægt
ég kvíði engu, en vona að dauði minn
fái hatrið lægt.

Loks er hún komin, mín hinsta stund.
Ég kveð rólegur, því nú kem ég,
Guð minn á þinn fund.

1 Comments:

Blogger Konráð J. said...

Það er langt síðan ég hef svo knappa, en jafnfram skorinorta og nákvæma lísingu á nokkurri bíómynd. Spurning um að þú takir að þér að stýra nýjum þætti á Gufunni, "Kvikmyndir í bundnu máli"!

Thursday, 18 August, 2005  

Post a Comment

<< Home