Siggi segir

Wednesday, October 25, 2006

Nauðganir

Í kjölfar þriggja hrottalegra nauðganna í Reykjavík, hefur verið mikil umræða um slíka glæpi í fjölmiðlum. Vitaskuld eru allir sammála um að hér er um að ræða hræðilegan glæp og menn sem slíkt gera, eigi sér öngvar málsbætur. Í dag heyrði ég viðtal á Bylgjunni við mann sem er meðlimur í karladeild feministafélagsins. Hann var ómyrkur í máli og sagði að víða væri pottur brotinn í því hvernig brugðist er við nauðgunum og sagði m.a. að við værum oft mjög fljót til að reyna að finna gerandanum einhverjar málsbætur. Þarna er ég honum hjartanlega sammála, hversu oft hefur maður ekki heyrt: hvað var hún að gera þarna, af hverju kom hún sér í þessar aðstæður, osfrv. Þessu þarf að breyta.
Ennfremur sagði þessi ágæti maður, sem ég bara man ekki nafnið á og biðst velvirðingar á því, að nauðganir væru alvöru mál bæri ekki að tala um þær í hálfkæringi. Þetta má vel til sanns vegar færa, þó að persónulega sé ég þeirri ónáttúru gjæddur að hafa nánast hvað sem er í flimtingum þegar sá gállin er á mér.

Hins vegar vil ég nú enda þennann pistil minn á eftir farandi ráðleggingu og er mér ekki hlátur í hug þegar ég rita þessi orð. Ég vil ráðleggja öllum þeim sem nauðga konum að fremja tafarlaust sjálfsvíg. Væri það hið mesta þjóðþrifaverk. Ég veit að ég tala hér óvarlega en mér er fullkomin alvara með þessu. Þetta er mín skoðun og ég er tilbúinn að verja hana hvenar sem er.

Sunday, October 22, 2006

Gerrard eða Rommel

Rommel er líklega eini maðurinn sem barðist fyrir Þjóðverja í seinni heimstyrjöld sem talað er vel um í umfjöllunum um það stríð. Hann er sagður hafa verið snillingur á sínu sviði. Þá telst það honum einnig til tekna að hafa tekið þátt í banatilræði við Hitler. Rommel var atvinnuhermaður sem barðist fyrir föðurland sitt en trúði ekki á nasismann. Hann trúði á Þýskaland.

Í dag horfði ég á leik Man. Utd og Liverpool og sá þar mann með svipað vandamál, Steven Gerrard. Hann er eini leikmaður Liverpool sem ég, sem United maður, get talað vel um. Hann berst af hörku og drengskap fyrir sitt lið. En hann er bara staddur röngu meginn við víglínuna og berst fyrir glötuðum málstað eins og Rommel forðum. Ég mæli hins vegar með því að hann færi sig yfir til minna manna fremur en að gera banatilræði við Benitez eða hvað hann nú heitir hershöfðingi Rauða hersins. Liverpool getur fengið Fletcher í staðinn...

Glory glory Man United

Monday, October 16, 2006

Tær! snilld...

Eins og væntanlega flestum væntanlegum lesendum er ljóst héldum við hjónin upp á afmæli okkar með sameiginlegum samfögnuði um síðustu helgi. Var það góð veisla og tel ég að menn hafi verið al sáttir. (Nema hugsanlega Konráð, honum sinnaðist við Selju en það er önnur saga(gömul og ný)). Ég tel ekki ráðlegt að endursegja efni veislunnar í smáatriðum hér enda borgar sig aldrei að úthella sínum innstu leyndarmálum á vefsíðum. (engin skot) Skemmst er frá því að segja að eitthvað var um nekt, talsverð ölvun var á svæðinu, lítið var um ryskingar og meiðsli alveg í lágmarki.
Ég vil þakka öllum sem þetta lesa, og voru á svæðinu, fyrir frábæra frammistöðu.

Og enn og aftur: Tær! snilld...
Bara fyndið
Kveðja Siggi.

Monday, October 09, 2006

Ég held að ég sé hamingjusamur maður. Mér líkar vel lífið þessa dagana, stunda mína vinnu og mitt nám, á yndislega fjölskyldu og hef það gott. Margir ánægjulegir atburðir framundan. Við hjónin ætlum að halda sameiginlega afmælisveislu um næstu helgi. Ég fæ nú eiginlega bara að fljóta með, hún varð 25 þann 10 september, en ég var bara að verða 27 í dag, ekkert merkilegt afmæli. Þetta verður að öllum líkindum vaðandi veisla, tómt vesen og vitleysa ef ég þekki mitt fólk.
Nú, aukinheldur stefnum við út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Lundúna, í góðra vina hópi. Bókuðum gistingu á farfuglaheimili sem lofar stanslausu partyhaldi, líst vel á það. Þar á eftir fylgja svo jólin og Hrabbó verður eins árs og svona. Tóm sæla þar...

Ef líf mitt væri ekki svona frábært held ég að ég myndi flytja á Tálknafjörð og fá mér þar launkofa til að búa í.

E.s.
hefi gert lítlsháttar breytingu á uppsetningu þessa bloggs. nú ættu þeir sem það vilja að geta
sagt skoðun sína á þvaðri mínu.
Blómakveðja
Siggi.