Siggi segir

Sunday, May 28, 2006

Með blóðkreppusótt og innantökur

Konan skaut því svona að mér í dag hvort ég væri alveg hættur að blogga. Ég svaraði því til að mér hefði bara ekki dottið neitt gáfulegt í hug. Svo mundi ég að skrif mín eru sjaldnast gáfuleg og ákvað því að láta það ekki stöðva mig. Mér datt fyrst í hug að byrja þessi skrif á að biðjast afsökunar á því hversu langt væri liðið frá síðasta bloggi en svo fannst mér það heldur hrokafullt. Ég held að það beri að fara varlega í að búast við því að almenningi standi ekki á sama um vefbókarfærslur mínar.
Annars er lítið að frétta af mér sem kemur lesendum við. Ég er mjög ánægður með sveitastjórnarkosningarnar en vildi að kosið væri oftar hér á landi. Það er ótrúlega fyndið að sjá og heyra þegar fulltrúar allra flokka mæta í spjallþætti fjölmiðlanna og lýsa yfir sigri sínum í kosningum. Þvílíkir aulabárðar sumir hverjir. Reyndar er ég ekki sáttur við það að systir mín sem hefur verið á lista vinstri grænna á Akranesi, frá því að þeir urðu til held ég, skuli ekki vera komin til valda í sveitastjórn eða hreinlega á þing. Þessvegna hefi ég ákveðið að koma henni í forsetaframboð. Held að það verðið fjör.

Ef ég væri spámaður myndi ég kalla mig Efraím...

Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna
Einn í tilvistarkreppu