Thursday, November 02, 2006

Íslenskt menningarlíf

Ég held að íslenskt samfélag sé á góðri leið með að leysast upp í vitleysu, eða hreinlega í skítalykt eins og Jónína myndi orða það. Sú umræða hefur tröllriðið fjölmiðlum að undanförnu hvort það geti talist list að míga á næsta mann og í gær var viðtal á Rás2 við ungann listamann á Akureyri sem ætlar að koma nakinn fram. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að hann ætli að vera nakinn heldur ætlar hann líka að vera meðvitundarlaus. Hann hyggst snúa við sólarhringnum og taka inn svefnlyf og liggja svo þarna eins og þvara. Rogginn sagði hann svo frá því að hann hefði ekkert viljað vera að útskýra sínar pælingar heldur yrði hver og einn að meta þetta á eigin forsendum. Auðvitað vill hann ekki útskýra sínar pælingar því þær eru engar. Eða í það minnsta ákaflega ómerkilegar og það að míga á fólk er ekki list. Ég geri mér það ljóst að hér á að ríkja frelsi, m.a. í listsköpun en þetta er bara rugl. Mér finnst í raun að rökræður, um hvort svona lagað sé list, séu móðgun við raunverulega listamenn.
Svo eins og þetta sé ekki nóg þvæla í einu þjóðfélagi, kemur tillaga frá Mannréttindanefnd Reykjavíkur, þess efnis að breyta eigi grænum köllum umferðaljósanna í grænar kerlingar í þágu jafnréttis kynjanna. Af hverju er það karl sem segir hvenær við megum ganga en ekki kona? Þvílíkt endemis rugl. Hefur þetta fólk ekkert betra að gera en að eyða tíma sínum í svona þvætting. Það liggur við að mér sé nóg boðið.
Góðar stundir
Siggi.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já Lilli minn hugsaðu þér samt ef þessi "listaverk" hefðu verið sameinuð og listneminn migið yfir meðvitundarlausa listamanninn. Nei ég segi bara svona svo hefði komið græn kerling og rekið alla af stað. Eins og við vitum bæði eru alltaqf einhverjir sem sjá sér hag í að vera "frumlegir" en átta sig ekki á því að þeir eru bara fífl. Stóra systir

Wednesday, 08 November, 2006  

Post a Comment

<< Home