Sunday, October 22, 2006

Gerrard eða Rommel

Rommel er líklega eini maðurinn sem barðist fyrir Þjóðverja í seinni heimstyrjöld sem talað er vel um í umfjöllunum um það stríð. Hann er sagður hafa verið snillingur á sínu sviði. Þá telst það honum einnig til tekna að hafa tekið þátt í banatilræði við Hitler. Rommel var atvinnuhermaður sem barðist fyrir föðurland sitt en trúði ekki á nasismann. Hann trúði á Þýskaland.

Í dag horfði ég á leik Man. Utd og Liverpool og sá þar mann með svipað vandamál, Steven Gerrard. Hann er eini leikmaður Liverpool sem ég, sem United maður, get talað vel um. Hann berst af hörku og drengskap fyrir sitt lið. En hann er bara staddur röngu meginn við víglínuna og berst fyrir glötuðum málstað eins og Rommel forðum. Ég mæli hins vegar með því að hann færi sig yfir til minna manna fremur en að gera banatilræði við Benitez eða hvað hann nú heitir hershöfðingi Rauða hersins. Liverpool getur fengið Fletcher í staðinn...

Glory glory Man United

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Liverpool, Göring marskálkur, Manchester United, Römmel, Torquay United og Heinz-Harald Frentzen....nokk sama hverjir fara þar á ferð, Skallagrímur og Blackburn Rovers FC munu sýna styrk sinn svo um munar í vetur og ekkert rautt eða nazískt mun koma í veg fyrir það....plús að ég mun dansa í vetur, eins og reitt akurhæna á leið á matarborðið á Kúskerpi.

Monday, 23 October, 2006  

Post a Comment

<< Home