Ég held að ég sé hamingjusamur maður. Mér líkar vel lífið þessa dagana, stunda mína vinnu og mitt nám, á yndislega fjölskyldu og hef það gott. Margir ánægjulegir atburðir framundan. Við hjónin ætlum að halda sameiginlega afmælisveislu um næstu helgi. Ég fæ nú eiginlega bara að fljóta með, hún varð 25 þann 10 september, en ég var bara að verða 27 í dag, ekkert merkilegt afmæli. Þetta verður að öllum líkindum vaðandi veisla, tómt vesen og vitleysa ef ég þekki mitt fólk.
Nú, aukinheldur stefnum við út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Lundúna, í góðra vina hópi. Bókuðum gistingu á farfuglaheimili sem lofar stanslausu partyhaldi, líst vel á það. Þar á eftir fylgja svo jólin og Hrabbó verður eins árs og svona. Tóm sæla þar...
Ef líf mitt væri ekki svona frábært held ég að ég myndi flytja á Tálknafjörð og fá mér þar launkofa til að búa í.
Nú, aukinheldur stefnum við út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Lundúna, í góðra vina hópi. Bókuðum gistingu á farfuglaheimili sem lofar stanslausu partyhaldi, líst vel á það. Þar á eftir fylgja svo jólin og Hrabbó verður eins árs og svona. Tóm sæla þar...
Ef líf mitt væri ekki svona frábært held ég að ég myndi flytja á Tálknafjörð og fá mér þar launkofa til að búa í.
E.s.
hefi gert lítlsháttar breytingu á uppsetningu þessa bloggs. nú ættu þeir sem það vilja að geta
sagt skoðun sína á þvaðri mínu.
Blómakveðja
Siggi.
3 Comments:
Til hammó með ammó í gær :-)
Jei, nú geta óbreyttir borgarar tjáð sig hér. Til hamingju með gærdaginn, erfitt reyndist að ná í þig símleiðis. Aukinheldur er flott orð en því miður ekki nógu mikið notað........
Sigurðurrrr, þú ert maður myndarrlegur, en ég vill einmitt þakka fyrir einstaklega myndurleg veisluhöld á laugardaginn...sjaldan skemmt mér betur og sjaldan verið eins "happý" daginn eftir, ef þú fattar hvað ég meina...vona að það verði stutt í næstu veisluhöld hjá okkur, var farinn að sakna þín talsvert :)
Heyrumst bráðlega
Þinn vinur Jói
Post a Comment
<< Home