Siggi segir

Monday, December 27, 2004

...og meðhjálparinn átti gráan hatt,

en notaði hvítan við vinnu sína.
Ég er ekki viss um að ég eigi mjög marga vini eftir, þar sem ég hundsaði þá flesta í jólaösinni. Engin jólakort ekki einu sinni SMS. Þetta er býsna lélegt, meira að segja á minn mælikvarða. Ég biðst auðmjúklega afsökunar á framferði mínu og lofa bót og betrun.
Ég var í Grindavík á aðfangadag og jóladag. Slapp þaðan naumlega því bæjarbúar höfðu tekið gríðarlegu ástfóstri við mig. Reyndar varð þeim svo mikið um brotthvarf mitt að það brutust út óeirðir í bænum. Kveiktir voru eldar hér og þar og neyddust lögregluyfirvöld til að kalla út liðsauka í formi bandarískra hermanna frá Keflavík. Í fréttum sjónvarps mátti svo sjá grátbólgna Grindvíkinga, yfirkomna af sorg, veitast að laganna vörðum.
Ég hafði hins vegar samband til Grindavíkur og hét því að koma aftur fljótlega á nýju ári og féll þá allt í ljúfa löð.
Áramótin nálgast nú óðfluga. Sjálfur hyggst ég fagna þeim með nokkrum vinum mínum hér á Skipaskaga. Ég bendi þeim sem vilja njóta samvista við mig að hafa samband.
Góðar stundir.

Monday, December 20, 2004

uPPGJÖR

Jæja þá er það helgaruppgjörið.
Við Ragnar héldum veislu að heimili hans á Laugardag. Skemmst er frá því að segja að báðir viðstaddir skemmtu sér stórvel. Við horfðum á knattspyrnu og kneifuðum öl. Við horfðum reyndar líka á býsna vafasamt myndefni en lögfræðingar mínir hafa ráðlagt mér að tjá mig ekki meira um það.
Í gær sunnudag lagði ég leið mína í höfuðborgina og sótti heim þá pörupilta Davíð og Heiðar. Við Davíð tókum þá undarlegu ákvörðun að fara að sturta í okkur bjór á sunnudagskvöldi. Varð af þessu hin besta skemmtun sem náði hámarki í snjókasti laust fyrir klukkan tvö að nóttu.

Ég vil nota tækifærið og óska vinum mínum til hamingju með afburðaslaka frammistöðu um helgina. Þið eruð allir aular en ég ann ykkur samt.

Saturday, December 18, 2004

Loksins loksins

Þá er maður loksins byrjaður að taka þátt í þessu. Þvílík hamingja!!!