Monday, December 20, 2004

uPPGJÖR

Jæja þá er það helgaruppgjörið.
Við Ragnar héldum veislu að heimili hans á Laugardag. Skemmst er frá því að segja að báðir viðstaddir skemmtu sér stórvel. Við horfðum á knattspyrnu og kneifuðum öl. Við horfðum reyndar líka á býsna vafasamt myndefni en lögfræðingar mínir hafa ráðlagt mér að tjá mig ekki meira um það.
Í gær sunnudag lagði ég leið mína í höfuðborgina og sótti heim þá pörupilta Davíð og Heiðar. Við Davíð tókum þá undarlegu ákvörðun að fara að sturta í okkur bjór á sunnudagskvöldi. Varð af þessu hin besta skemmtun sem náði hámarki í snjókasti laust fyrir klukkan tvö að nóttu.

Ég vil nota tækifærið og óska vinum mínum til hamingju með afburðaslaka frammistöðu um helgina. Þið eruð allir aular en ég ann ykkur samt.

1 Comments:

Blogger Ólöf María said...

Til hamingju að skeiðast fram á ritvöllinn. (eða ertu kannski bara á brokki?)

Monday, 27 December, 2004  

Post a Comment

<< Home