...og meðhjálparinn átti gráan hatt,
en notaði hvítan við vinnu sína.
Ég er ekki viss um að ég eigi mjög marga vini eftir, þar sem ég hundsaði þá flesta í jólaösinni. Engin jólakort ekki einu sinni SMS. Þetta er býsna lélegt, meira að segja á minn mælikvarða. Ég biðst auðmjúklega afsökunar á framferði mínu og lofa bót og betrun. Ég var í Grindavík á aðfangadag og jóladag. Slapp þaðan naumlega því bæjarbúar höfðu tekið gríðarlegu ástfóstri við mig. Reyndar varð þeim svo mikið um brotthvarf mitt að það brutust út óeirðir í bænum. Kveiktir voru eldar hér og þar og neyddust lögregluyfirvöld til að kalla út liðsauka í formi bandarískra hermanna frá Keflavík. Í fréttum sjónvarps mátti svo sjá grátbólgna Grindvíkinga, yfirkomna af sorg, veitast að laganna vörðum. Ég hafði hins vegar samband til Grindavíkur og hét því að koma aftur fljótlega á nýju ári og féll þá allt í ljúfa löð. Áramótin nálgast nú óðfluga. Sjálfur hyggst ég fagna þeim með nokkrum vinum mínum hér á Skipaskaga. Ég bendi þeim sem vilja njóta samvista við mig að hafa samband. Góðar stundir. |
1 Comments:
Jæja góurinn, þann var þá í potinn búið :) Það hlaut að vera að þú bærir einhverja ábyrgð á þessu öllu saman, því þessi mannsöfnuður var farinn að minna á nokkur góð kveld á Akranesi forðum daga ;) Já og þakka þér fyrir jólakveðjur, þó seint séu fengnar, því betra er jú seint en aldrei.
Post a Comment
<< Home