Wednesday, June 01, 2005

Fever; what a lovely way to burn...

Það er talið að mér sé heitt. Alveg er það með eindæmum undarlegt hvað mér verður alltaf skelfilega heitt um leið og það sést aðeins til sólar. Ég er reyndar vel einangraður, að innann með speki og utan með feldi en samt... Ég gekk meira að segja svo langt að raka mig alveg inn að kinnum og höku í von um ofurlítinn svala en allt kom fyrir ekki. Á hinn bóginn má geta þess að ég er orðinn svo brúnn að ég er allt að því sætur...
Í hitakófi
Siggi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home