Papar* og önnur fyrirbrigði.
Það var svo gaman hjá mér á laugardagskvöldið og langt fram á sunnudagsmorgun, að ég hef ekki komið mér að því að skrifa um það fyrr en nú. Ég fór sem sagt á ball með pöpum og þeir trylltu lýðinn fram yfir þrjú að nóttu. Ég dansaði eins og óður armeni á sáttafundi. Menn voru almennt í góðu standi og ekki með nein leiðindi. Einn hortittur var þó með moðreyk og dónaskap við kvenfólk. Ég varp honum til hliðar og var málið þar með úr sögunni. Ég hitti marga fornvini þarna á ballinu og voru það fagnaðarfundir. Ég hitti t.a.m. Gauja Magg og Jón Heiðar, einnig var þarna maður sem mætti á ball íklæddur lopapeysu og með prjónahúfu. Ég gekk umsvifalaust að honum og handsalaði við hann eilífa vináttu. Sunnudagurinn var aftur ekki alveg jafn fyndinn, ég þurfti að fara í afmælisboð hjá frænda mínum klukkan 1500 og ég var þuuuuuuunnur. En þetta blessaðist allt saman, mæli þó ekki með þessu. Nú er vinnuvikan vel á veg kominn og ég tóri enn, vona að svo verði enn um sinn. *(úr lat. popa: faðir) írskir einsetumunkar sem talið er að hafi sest hér að á 7.-9.öld |