Siggi segir

Tuesday, February 15, 2005

Papar* og önnur fyrirbrigði.

Það var svo gaman hjá mér á laugardagskvöldið og langt fram á sunnudagsmorgun, að ég hef ekki komið mér að því að skrifa um það fyrr en nú.

Ég fór sem sagt á ball með pöpum og þeir trylltu lýðinn fram yfir þrjú að nóttu. Ég dansaði eins og óður armeni á sáttafundi. Menn voru almennt í góðu standi og ekki með nein leiðindi. Einn hortittur var þó með moðreyk og dónaskap við kvenfólk. Ég varp honum til hliðar og var málið þar með úr sögunni. Ég hitti marga fornvini þarna á ballinu og voru það fagnaðarfundir. Ég hitti t.a.m. Gauja Magg og Jón Heiðar, einnig var þarna maður sem mætti á ball íklæddur lopapeysu og með prjónahúfu. Ég gekk umsvifalaust að honum og handsalaði við hann eilífa vináttu.

Sunnudagurinn var aftur ekki alveg jafn fyndinn, ég þurfti að fara í afmælisboð hjá frænda mínum klukkan 1500 og ég var þuuuuuuunnur. En þetta blessaðist allt saman, mæli þó ekki með þessu.

Nú er vinnuvikan vel á veg kominn og ég tóri enn, vona að svo verði enn um sinn.

*(úr lat. popa: faðir) írskir einsetumunkar sem talið er að hafi sest hér að á 7.-9.öld


Saturday, February 12, 2005

Tíminn líður hratt....

Það lítur helst út fyrir að það hafi hlaupið heldur betur á snærið hjá mér. Ég er núna nýkominn úr baði og í þann mund að fara að koma mér í gírinn fyrir kvöldið. Það stendur til að bregða undir sig dansfætinum við undirleik Papanna, þeirrar alindælu hljómsveitar. Eins og þetta væri ekki nóg til að gleðja mitt litla hjarta, þá komu þeir Davíð og Heiðar í heimsókn í gær og gerðum við áhugverða för á eitt af öldurhúsum Akraness. Það er alveg lygilegt hvað það næst upp mikill stemming á svona stað með því að dúndra afgömlum rokkslögurum yfir sauðdrukkinn almúgann. Við misstum okkur gjörsamlega í trylltum dansi við lög eins og "Livin' on a prayer"með Bon Jovi, "Final Countdown" með Europe og "Gleðibankinn". Þvílík hamingja.
Það er ennfremur áhugavert að fylgjast með því hvað fólk tekur einhvernveginn miklu meira pláss en ella þegar það er drukkið.

Sunday, February 06, 2005

Hanellaha

Allir hafa gott af því að hvíla sig öðru hverju. Um helgina fórum við hjónin ásamt börnunum og vini okkar í sumarbústað. Við dvöldum þar í góðu yfirlæti og í algerri leti. Drukkum vín, borðuðum góðan mat, fórum í heita pottinn og spiluðum tölvuleiki. Þetta borgar sig öðru hvoru....