Saturday, February 12, 2005

Tíminn líður hratt....

Það lítur helst út fyrir að það hafi hlaupið heldur betur á snærið hjá mér. Ég er núna nýkominn úr baði og í þann mund að fara að koma mér í gírinn fyrir kvöldið. Það stendur til að bregða undir sig dansfætinum við undirleik Papanna, þeirrar alindælu hljómsveitar. Eins og þetta væri ekki nóg til að gleðja mitt litla hjarta, þá komu þeir Davíð og Heiðar í heimsókn í gær og gerðum við áhugverða för á eitt af öldurhúsum Akraness. Það er alveg lygilegt hvað það næst upp mikill stemming á svona stað með því að dúndra afgömlum rokkslögurum yfir sauðdrukkinn almúgann. Við misstum okkur gjörsamlega í trylltum dansi við lög eins og "Livin' on a prayer"með Bon Jovi, "Final Countdown" með Europe og "Gleðibankinn". Þvílík hamingja.
Það er ennfremur áhugavert að fylgjast með því hvað fólk tekur einhvernveginn miklu meira pláss en ella þegar það er drukkið.

1 Comments:

Blogger andri said...

Alltaf stuð á skaganum.

Tuesday, 15 February, 2005  

Post a Comment

<< Home