Siggi segir

Sunday, June 03, 2007

Fluttur

Sælinú.

Ég hefi fengið nóg af blogger.com. Hér með hefi ég flutt aðsetur mitt yfir á blog.central.is/sheidarr. Endilega lítið við...

Wednesday, January 24, 2007

og svo...

var ekkert.

Blogger er búinn að vera með stæla við mig upp á síðkastið en virðist hafa tekið mig í sátt núna. Í bili að minnsta kosti.

Ég er annars að íhuga að flytja bloggfærslur mínar annað. Sjáum hvað setur

Thursday, November 02, 2006

Íslenskt menningarlíf

Ég held að íslenskt samfélag sé á góðri leið með að leysast upp í vitleysu, eða hreinlega í skítalykt eins og Jónína myndi orða það. Sú umræða hefur tröllriðið fjölmiðlum að undanförnu hvort það geti talist list að míga á næsta mann og í gær var viðtal á Rás2 við ungann listamann á Akureyri sem ætlar að koma nakinn fram. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að hann ætli að vera nakinn heldur ætlar hann líka að vera meðvitundarlaus. Hann hyggst snúa við sólarhringnum og taka inn svefnlyf og liggja svo þarna eins og þvara. Rogginn sagði hann svo frá því að hann hefði ekkert viljað vera að útskýra sínar pælingar heldur yrði hver og einn að meta þetta á eigin forsendum. Auðvitað vill hann ekki útskýra sínar pælingar því þær eru engar. Eða í það minnsta ákaflega ómerkilegar og það að míga á fólk er ekki list. Ég geri mér það ljóst að hér á að ríkja frelsi, m.a. í listsköpun en þetta er bara rugl. Mér finnst í raun að rökræður, um hvort svona lagað sé list, séu móðgun við raunverulega listamenn.
Svo eins og þetta sé ekki nóg þvæla í einu þjóðfélagi, kemur tillaga frá Mannréttindanefnd Reykjavíkur, þess efnis að breyta eigi grænum köllum umferðaljósanna í grænar kerlingar í þágu jafnréttis kynjanna. Af hverju er það karl sem segir hvenær við megum ganga en ekki kona? Þvílíkt endemis rugl. Hefur þetta fólk ekkert betra að gera en að eyða tíma sínum í svona þvætting. Það liggur við að mér sé nóg boðið.
Góðar stundir
Siggi.

Wednesday, October 25, 2006

Nauðganir

Í kjölfar þriggja hrottalegra nauðganna í Reykjavík, hefur verið mikil umræða um slíka glæpi í fjölmiðlum. Vitaskuld eru allir sammála um að hér er um að ræða hræðilegan glæp og menn sem slíkt gera, eigi sér öngvar málsbætur. Í dag heyrði ég viðtal á Bylgjunni við mann sem er meðlimur í karladeild feministafélagsins. Hann var ómyrkur í máli og sagði að víða væri pottur brotinn í því hvernig brugðist er við nauðgunum og sagði m.a. að við værum oft mjög fljót til að reyna að finna gerandanum einhverjar málsbætur. Þarna er ég honum hjartanlega sammála, hversu oft hefur maður ekki heyrt: hvað var hún að gera þarna, af hverju kom hún sér í þessar aðstæður, osfrv. Þessu þarf að breyta.
Ennfremur sagði þessi ágæti maður, sem ég bara man ekki nafnið á og biðst velvirðingar á því, að nauðganir væru alvöru mál bæri ekki að tala um þær í hálfkæringi. Þetta má vel til sanns vegar færa, þó að persónulega sé ég þeirri ónáttúru gjæddur að hafa nánast hvað sem er í flimtingum þegar sá gállin er á mér.

Hins vegar vil ég nú enda þennann pistil minn á eftir farandi ráðleggingu og er mér ekki hlátur í hug þegar ég rita þessi orð. Ég vil ráðleggja öllum þeim sem nauðga konum að fremja tafarlaust sjálfsvíg. Væri það hið mesta þjóðþrifaverk. Ég veit að ég tala hér óvarlega en mér er fullkomin alvara með þessu. Þetta er mín skoðun og ég er tilbúinn að verja hana hvenar sem er.

Sunday, October 22, 2006

Gerrard eða Rommel

Rommel er líklega eini maðurinn sem barðist fyrir Þjóðverja í seinni heimstyrjöld sem talað er vel um í umfjöllunum um það stríð. Hann er sagður hafa verið snillingur á sínu sviði. Þá telst það honum einnig til tekna að hafa tekið þátt í banatilræði við Hitler. Rommel var atvinnuhermaður sem barðist fyrir föðurland sitt en trúði ekki á nasismann. Hann trúði á Þýskaland.

Í dag horfði ég á leik Man. Utd og Liverpool og sá þar mann með svipað vandamál, Steven Gerrard. Hann er eini leikmaður Liverpool sem ég, sem United maður, get talað vel um. Hann berst af hörku og drengskap fyrir sitt lið. En hann er bara staddur röngu meginn við víglínuna og berst fyrir glötuðum málstað eins og Rommel forðum. Ég mæli hins vegar með því að hann færi sig yfir til minna manna fremur en að gera banatilræði við Benitez eða hvað hann nú heitir hershöfðingi Rauða hersins. Liverpool getur fengið Fletcher í staðinn...

Glory glory Man United

Monday, October 16, 2006

Tær! snilld...

Eins og væntanlega flestum væntanlegum lesendum er ljóst héldum við hjónin upp á afmæli okkar með sameiginlegum samfögnuði um síðustu helgi. Var það góð veisla og tel ég að menn hafi verið al sáttir. (Nema hugsanlega Konráð, honum sinnaðist við Selju en það er önnur saga(gömul og ný)). Ég tel ekki ráðlegt að endursegja efni veislunnar í smáatriðum hér enda borgar sig aldrei að úthella sínum innstu leyndarmálum á vefsíðum. (engin skot) Skemmst er frá því að segja að eitthvað var um nekt, talsverð ölvun var á svæðinu, lítið var um ryskingar og meiðsli alveg í lágmarki.
Ég vil þakka öllum sem þetta lesa, og voru á svæðinu, fyrir frábæra frammistöðu.

Og enn og aftur: Tær! snilld...
Bara fyndið
Kveðja Siggi.

Monday, October 09, 2006

Ég held að ég sé hamingjusamur maður. Mér líkar vel lífið þessa dagana, stunda mína vinnu og mitt nám, á yndislega fjölskyldu og hef það gott. Margir ánægjulegir atburðir framundan. Við hjónin ætlum að halda sameiginlega afmælisveislu um næstu helgi. Ég fæ nú eiginlega bara að fljóta með, hún varð 25 þann 10 september, en ég var bara að verða 27 í dag, ekkert merkilegt afmæli. Þetta verður að öllum líkindum vaðandi veisla, tómt vesen og vitleysa ef ég þekki mitt fólk.
Nú, aukinheldur stefnum við út fyrir landsteinana, nánar tiltekið til Lundúna, í góðra vina hópi. Bókuðum gistingu á farfuglaheimili sem lofar stanslausu partyhaldi, líst vel á það. Þar á eftir fylgja svo jólin og Hrabbó verður eins árs og svona. Tóm sæla þar...

Ef líf mitt væri ekki svona frábært held ég að ég myndi flytja á Tálknafjörð og fá mér þar launkofa til að búa í.

E.s.
hefi gert lítlsháttar breytingu á uppsetningu þessa bloggs. nú ættu þeir sem það vilja að geta
sagt skoðun sína á þvaðri mínu.
Blómakveðja
Siggi.