Friday, October 28, 2005

Af hýrleik Sigurðar

Í dag var ég hýr. (eða svoleiðis)

Ég fór og sótti son minn á leikskólann. Þegar ég kom inn á deild til að handsama kauða færðist hann undan er ég hugðist kyssa hann. Kunni ég þessu undabrögðum pilts illa og hafði orð á því við hann. Eftir nokkrar fortölur sá hann að sér og kyssti föður sinn. Gladdi það mig. Til að skýra þetta athæfi hans fyrir mér lét Unnur vinkona mín, sem einmitt gætir Helga Heiðars á leikskólanum, þau orð falla að ég hefði náttulega aldrei kysst skeggjaðann karlmann og skildi þess vegna ekki viðbrögð sonar míns. Mér til mikillar ánægju gat ég litið djúpt í augu hennar og svarað af fullri alvöru og í allri hreinskilni: ,,Jú víst"

Það verður enginn sannur karlmaður án þess að hafa kysst annann karlmann.

Á notalegum nótum

Siggi