Grr húbba hviss
Vúff hvað það er orðið langt síðan að ég hef skeiðst fram á ritvöllinn. Fjarvera mín frá bloggheimum orsakaðist af búslóðarflutningum og skorti á uppsetningu tölvunnar. Nú er það frá og kominn tími til að tjá sig um eitt og annað. Fyrst ber að nefna skemmsta sumar í manna minnum. Það sumraði vel hér í nokkra daga en þá tók við snjókoma og fimbulkuldi. Undirritaður þjáist af innflúensu, lungnakvefi, sótthita, malaríu og astma. Þetta hefur verið viðvarandi ástand síðan ég fór að mæta næsta nakinn í vinnuna því það er jú komið sumar samkvæmt dagatalinu. Þessu næst hyggst ég birta lista yfir helstu afrek mín síðan ég bloggaði síðast: 1......? Það var og, búinn að vera æði rólegur í tíðinni. Ég kýs að telja búslóðaflutninga mína og þá sem ég tók þátt í með systur minni ekki til afreka, þar sem að ég hef flutt svo margar búslóðir að slíkt telst vart til tíðindi lengur. Þá eru ýmis önnur fréttnæm atriði enn á umræðustigi og verður gert opinbert um þau síðar. Ég get þó upplýst það að mér hefur verið boðið að gerast heiðursmeðlimur í breska verkamannaflokknum og er ég að íhuga það núna. Hilsen Siggi
|
0 Comments:
Post a Comment
<< Home