Thursday, May 12, 2005

Nútíminn er trunta...

Ég er hinn fullkomni nútímamaður. Ég hef aldrei nokkurn tíman getað tollað í tískunni en núna þegar allt er í tísku og allt er leyfilegt þá er þetta allt að ganga upp hjá mér. Í dag er kúl að vera svona metro maður. Ég sem lít út eins örlagaverkamaður, sérsniðinn í heilalausa erfiðisvinnu, vinn þess í stað á leikskóla. Ég heilsa vinum mínum með kossi á kinn og hrósa þeim fyrir að hafa lagt af. Núna um daginn sagði ég vinnufélaga mínum að ég myndi alveg hugleiða að sofa hjá manninum hennar ef ég væri ekki frátekinn.

Auk þessa hef ég tekið upp á því á efri árum að klæða mig eins og unglingur, spá í útliti mínu og stunda líkamsrækt( að vísu ekki með merkilegum árangri en samt). Ég sem alltaf hef verið svo hrikalega gamaldags er næstum kominn í hring og orðinn að tískuljóni.

Þakka þeim sem hlýddu.

1 Comments:

Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Sigurður tískulögregla og metro-sexúalisti

Tuesday, 17 May, 2005  

Post a Comment

<< Home