Thursday, July 14, 2005

Rómantískur aulabárður.

Ég hef oft lesið skrif eftir aðra þar sem menn eru voðalega málefnalegir eða gáfulegir. Oftar en ekki hugsa ég með mér; ég vildi óska að ég gæti skrifað svona. Menn skrifa langa og lærða pistla um hin og þessi þjóðmál og pólitík, og allir hafa sterkar skoðannir og eru duglegir við að setja þær fram. Ég er hins vegar hálfgerður fáviti. Ég hef enga lausn hvað varðar framtíð landbúnaðar á Íslandi, eða hvernig á að bjarga hinum dreifðu byggðum. Ég hata ekki Bandaríkjamenn eða Sjálfstæðisflokkinn. Ég get umborið Össur og Ingibjörgu og svona mætti lengi telja. Ég á eina konu, eitt barn og annað á leiðinni, tvo hunda og kött. Ég borga 1000 kr á mánuði í UNICEF og finnst ég vera að gera gagn í heiminum. Ég trúi því virkilega sem skáldið sagði hérna um árið: "All you need is love" Ég er ábyggilega rómantískur.

1 Comments:

Blogger Ólöf María said...

Já Siggi minn, við erum svona þessi sem eru fædd snemma í október, þá sérstaklega þann 9 ;) Annars til hamingju með bumbubúann.

Friday, 15 July, 2005  

Post a Comment

<< Home