Friday, March 11, 2005

"I wish I was 18 again"

Ég hefi komist að því að ég er kominn yfir hæðina. Fór í leikfimi í gær, er með harðsperrur í dag. Ég er vægast sagt í hrikalega lélegu formi. Sú tíð er liðin að ég geti brosað yfirlætislega að þeim sem gera armbeygjur á hnjánum. Sú tíð er liðin að ég geti rennt mér niður í splitt eða spíkat eða hvað þetta nú kallast. Sú tíð er liðin að ég geti hoppað og skoppað út um allt án þess að eiga það á hættu að það líði hreinlega yfir mig. Minn tími er liðinn... Maður er náttulega ekki 18 lengur...
Magnvana kveðja
Siggi

4 Comments:

Blogger Ólöf María said...

Well ég þekkti þig þegar þú varst 18, og mig minnir að þú hafir ekki heldur getað farið í splitt og spíkatt þá, eða hvað það nú heitir ;)

Sunday, 13 March, 2005  
Blogger Siggi said...

Olla you're missing the point og jói þú hefur rétt fyrir þér sem endranær

Monday, 14 March, 2005  
Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Mig minnir nú að þú hafir verið farinn að dala um 15 ára aldur að eigin sögn

Tuesday, 22 March, 2005  
Blogger Siggi said...

Hmmm spurning hvort það er þörf fyrir sona Blast from the past, Davíð minn....

Wednesday, 23 March, 2005  

Post a Comment

<< Home