Tuesday, January 25, 2005

Ég veit hver ég er, vegna þess að ég lagði mig fram um að komast að því.

Skömmu eftir að ég hafði skrönglast á fætur í morgun kveikti ég á sjónvarpinu til að njóta félagsskapar Heimis og Ingu yfir seríosinu. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi þar sem ég gera slíkt hið sama næstum alla morgna. Þegar fréttir voru lesna sá ég renna yfir skjáinn texta sem hljóðaði upp á að eftir 10 ár, ef ég man rétt, gæti Ísland verið orðið óbyggilegt vegna loftslagsbreytinga í heiminum. Ég kæri mig ekki um að hugsa þá hugsun til enda hvað yrði um mig ef satt reynist. Ég veit hver ég er, og veit að það er enginn hætta á að ég þrífist annarsstaðar en á fósturjörðinni. Því bið ég þess vinir mínir að ef til kemur, þá verði mér komið fyrir á háum tindi, þar sem ég get horft út yfir eyjuna mína. Þar vil ég standa uns hold mitt verður að dufti. Ég vil sjá með tárbólgnum augum er land fer í eyði. Með síðasta andvarpi mínu mun ég kalla út yfir hjarnið: ,,Taktu við mér aftur, móðir mín"

Íslandi allt.

3 Comments:

Blogger andri said...

Það hlýtur að vera hægt að redda því.

Wednesday, 26 January, 2005  
Anonymous Anonymous said...

I wish not approve on it. I think warm-hearted post. Especially the title attracted me to be familiar with the whole story.

Friday, 15 January, 2010  
Anonymous Anonymous said...

Good post and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Gratefulness you for your information.

Tuesday, 19 January, 2010  

Post a Comment

<< Home