Maðurinn er eina skepnan sem roðnar-
eða hefur ástæðu til þess*
Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart, hvað okkur mönnunum er það einstaklega vel í lófa lagið að flækja hlutina. Mörgum virðist það gersamlega um megn að láta bara vaða, framkvæma og hugsa svo um afleiðingarnar á eftir. Þetta virðist sérstaklega eiga við um samskipti okkar við hitt kynið. (Nú er ég ekki að tala um þetta lið sem ríður öllu sem hreyfist og heldur að það sé að lifa lífinu í botn, heldur fólk sem er að leita eftir eðlilegum samskiptum við aðila af hinu kyninu.) Vinur minn einn, sem ég kýs að nafngreina ekki að svo stöddu er mjög illa haldinn af þessum kvilla. Öll hans saga í kvennamálum er á sömu bókina. Hann hittir stelpu, það hitnar á milli þeirra, hitinn helst sá sami í óratíma, það byrjar að kólna, þau verða vinir da da da. Þetta er ekki eðlilegt. Svona lagað gengur ekki upp, ef þetta væri reynt úti í náttúrunni færi ekki vel. Tveir apar standa t.a.m. ekki í fjóra, fimm mánuði og glápa á hvern annann, veifandi og gefandi allskonar merki og hætta svo bara við allt saman, kvenapinn fer að reyna við annann karlapa og fyrri karlapinn að spá í það með vinum sínum af hverju aldrei gangi neitt upp hjá honum. Góðar stunur.
*Mark Twain |
1 Comments:
Hinn hefur aldrei átt í neinum vandræðum með hluti eins og val eða framkvæmd. Þar er líka komin hefð fyrir "ákveðnum" lífsstýl! ;)
Post a Comment
<< Home