...ég er heimskur, og sjúkur...*
Þvílík leiðindi. (Nú ætla ég aðeins að væla og vorkenna sjálfum mér) Ég er búinn að vera veikur síðan á föstudag. Þetta gengur engan veginn upp. Það er nógu mikið rugl að vera veikur en að þurfa að fórna helgi í það, slíkt tekur engu tali. Ég ætlaði að ná þrennunni um síðustu helgi. Fara þriðju velheppnuðu ferðina í röð til höfuðborgar mannanna en af því varð ekki. Ég lýsi hér með frati á öll veikindi. En að öðrum og skemmtilegri fréttum. Þar sem að Bubbi Mortens hefur augljóslega tapað glórunni hef ég neyðst til að leita mér að nýrri fyrirmynd í lífinu. Þessi leit hefur borið mig um víðan völl og hef ég ,,mátað" hinar ýmsu fyrirmyndir. Þar á meðal má nefna: Shrek(úr samnefndri teiknimynd) en það gekk ekki upp af augljósum ástæðum. Hagrid(úr Harry Potter) en ég reyndist of lítill til þess. Þar næst mátaði ég David Beckham(knattspyrnugoð) en nei, ég er of stór, of sætur, of lélegur í fótbolta... En svo hitti ég á það... The Rock. Fyrrverandi glímukappi sem vinnur nú fyrir salti í grautinn með því að leika í bíómyndum. Þar er kominn kappi sem vert er að reyna að líkjast. Hávaxinn, herðabreiður og niðurmjór. Vöðvamikill, dökkur á húð og hár. Hann hefur karlmannlegt andlit, svipmót hans lýsir í senn hörku og festu en jafnframt viðkvæmni. Svona ætla ég að verða þegar ég verð orðinn stór. Kærar kveðjur Siggi ,,Klettur" *Nirvana |
2 Comments:
mikið ósegjanlega er ég feginn að þú ákvaðst að líta ekki upp til leikhæfileika Klettsins, hann hef margt til brunns að bera en leikhæfileikar eru ekki þar á meðal þó vissulega hafi ýmsar af myndunum hans verið ákaflega skemmtilegar áhorfs.
hmmm The Rock??? Hef nú alltaf tekið þig fyrir softari týpu en hann er. Svo held ég að þú sért skemmtilegri karakter en hann og betri leikari (vona það alla vega þín vegna ;))
Post a Comment
<< Home