Monday, January 17, 2005

,,Þú þarna, þýski hattari!"*

Tilefni þess að ég brest á með skrifum í dag er nokkuð einfalt. Ég hefi ákveðið að lýsa ánægju minni með höfuðborg mannanna.(les. Reykjavík.) Þar virðist vera að finna allt það sem saklaus sveitapiltur(les. ég) þarf á að halda. Eins og glöggir lesendur muna var ég á ferðinni hér fyrir skemmstu að dásama sögusýningu í perlunni og hefur fleira á daga mína drifið.
Ég fór til höfuðborgarinnar síðastliðin laugardag til að láta gamlan draum rætast. Ég lét húðflúra mig og hef þannig skipað mér á stall með helstu töffurum landsins, eins og Bubba, Einari Ágústi og að ógleymdum Magga vini mínum...
Að öllu gamni slepptu þá tel ég þetta hafa verið mjög jákvætt framfaraskref hjá mér. Það er mikilvægt að menn láti drauma sína rætast, séu þeir innan siðsamlegra takmarka. Ef helsti draumur minn hefði verið að raka á mér botninn og búa til þrykkmyndir með honum, þá...
Þá hefði ég sennilega verið löngu búinn að því.
Lifið heil...
*Fjodor Dostojevskí; Glæpur og refsing.

1 Comments:

Blogger Davíð Rósenkrans Hauksson said...

Hvar er þetta tattú svo, og af hverju léstu mig ekki vita?

Monday, 24 January, 2005  

Post a Comment

<< Home