Tuesday, January 04, 2005

1.Hillingar

Kallið mig Ísmael!1

Það brast á með Reykjavíkurför hjá mér í gær. Ég fór með hinum konunum í vinnunni í fræðsluferð í Leikskóla Reykjavíkur. Sú heimsókn skyldi lítið eftir sig (held meira að segja að ég hafi sofnað undir fyrirlestrinum), þannig að ekki er vert að gefa henni frekari gaum. Hins vegar var okkur boðið á sögusýningu í Perlunni. Þar hafa nokkrir undarlega eljusamir einstaklingar komið á fót magnaðri sýningu sem ég kvet alla til að kynna sér. Nenni svo sem ekki að fjölyrða um kvikindið en bendi á að þarna má m.a. sjá berbrjósta konu, dauðan gaur, annann hálfdauðann og einn feitan. Það gerist ekki betra!!! Til þess að kóróna allt saman fær maður svo ferðageislaspilara til afnota þar sem maður getur hlustað á sögulegt ágrip þeirra atriða sem tekin eru fyrir á sýningunni.

1 MOBY DICK


0 Comments:

Post a Comment

<< Home