Sunday, January 02, 2005

margt dregur til þess Aþenumenn,

að ég læt það ekki á mér festa, sem hér er orðið, að þér hafið dæmt mig sekan.1
Líkast til væri við hæfi nú í upphafi árs að líta aðeins yfir farinn veg og gaspra síða eitthvað um að líta björtum augum til framtíðar og annað í þeim dúr... þannig að ég held ég láti það alveg ógert.
Hugleiðing: Ef þið fynduð mig í náttúrlegu umhverfi mínu, þar sem ég skýst milli snjóskafla og grásvartra steina sem stinga sér upp úr snjóbreiðunni, og sæjuð nekt mína með berum augum, mynduð þið ennþá virða mig? Eða myndi innrætt siðferðiskennd ykkar þvinga ykkur til að líta undan, hrista hausinn og kúgast? Þið sem nú fallið á hnén frammi fyrir mér og færið allar þær fórnir sem ég fer fram á, þið sem tilbiðjið mig í algerri blindni, myndi nokkurt ykkar líta við mér ef þið vissuð að ég hef ekkert raunverulegt vald? Ég fel mig miskunnsemi ykkar á vald. Fari svo sem fara skal...

1 málsvörn Sókratesar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home