Tuesday, January 24, 2006

Að blogga eða blogga ekki...

Ég held að ég sé ekki mikill ,,bloggari” að eðlisfari. Ég gleymi oftar en ekki þessum vettvangi þegar kemur að því að koma skoðunum mínum á framfæri. Ég geng um heilu vikurnar, jafnvel mánuði með allskonar gáfulega pistla í höfðinu en þegar ég man loks eftir því að setjast niður til að,,blogga” þá er allt horfið. Það er kannski bara fyrir bestu...
Annars sagði átrúnaðargoð mitt um daginn að tónlistin væri hans blogg, hans dagbók. Kannski blogga ég bara daglega með endlausum kjaftavaðli, því það er alveg á hreinu að ég get aldrei lært að halda mér saman.
Góðar stundir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home