Knattleikur
Ég tók þátt í einkar áhugaverðum knattspyrnuleik í gær. Þessi leikur var hin mesta skemmtun enda um vináttuleik að ræða þannig að leikgleðin var í fyrirrúmi. Leikurinn fór hægt af stað og menn þreifuðu varlega fyrir sér. Fljótlega færðist þó meira fjör í leikinn og fleiri fóru að láta til sín taka. Bæði lið spiluðu ágæta vörn en megin áhersla var þó lögð á sóknarleikinn enda skemmtir fátt áhorfendum eins og glæsileg mörk. Flestir leikmenn áttu góðan dag. Gunnur þurfti reyndar að fara af leikvelli um miðjan fyrri hálfleik, vegna meiðsla. Öddi, Jói, Sandra og Alli áttu fína spretti á miðjunni en eru greinilega ekki alveg komin í leikform. Sjálfur lék ég í hjarta varnarinnar ásamt Kára, Árni og Hjalli komu svo sterkir inn sem bakverðir. Við stóðum vörnina með ágætum en vorum kannski óþarflega værukærir á köflum og áttum það til að gleyma okkur þegar við fórum fram að styðja við sóknarleikinn. Ég vona að minnið svíki mig ekki en mig minnir að markvörðurinn heiti Tinna. Það óskast leiðrétt fari ég með rangt mál. Hún fór á kostum í markinu en skorti þó sjálfstraust á til að byrja með. Konni og Ingibjörg léku svo allann leikinn í sókninni. Skemmst er frá því að segja að þau áttu bæði stórleik, voru vinnusöm og ógnandi allann leikinn, unnu vel hvort fyrir annað og skorðu drjúgt. Var það mál manna að Konni hefði verið maður leiksins en hann skoraði stórglæsilegt mark með hjólhestaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
2 Comments:
Góður leikur :-) endaði illa hjá mér og ég er enn að jafna mig og kl að verða 20.00 :-( þakka góða skemmtun og góðan leik :-)
Eyjólfur hefur held ég spilað betur
Post a Comment
<< Home