Wednesday, February 15, 2006

Missir

Að kveðja getur verið eitthvað það erfiðasta sem við þurfum að gera um ævina. Að sleppa takinu og leyfa einhverjum að fara er oft næsta ómögulegt. Því miður er þetta ekki eitthvað sem verður auðveldara því oftar sem við þurfum að ganga í gegnum þetta ferli.
Þegar einhver deyr sem við höfum jafnvel þekkt allt okkar líf hverfur stór hluti af tilveru okkar. Þetta er eitthvað sem verður ekki breytt. Sem betur fer læknar tíminn þessi sár. Öllu erfiðara er að kveðja aðila sem við elskum heitar en nokkuðu annað en höfum aldrei fengið að sjá. Þau sár eru lengur að gróa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home